Ökupróf – ÖR-próf
ÖR- próf er bóklegt próf fyrir öll sem taka aukin ökuréttindi. ÖR-próf stendur fyrir Öryggispróf. Þegar grunnnámi er lokið má fara í ÖR-próf sé aldursskilyrðum náð.
Almennar upplýsingar
Hvenær og hvar
Ör-prófið má taka um leið og grunnnámi í ökuskóla er lokið.
Frumherji hf annast framkvæmd ÖR-prófa um land allt samkvæmt samningi við Samgöngustofu. Ökunemi bókar sjálfur í prófið.
Framkvæmd prófsins
Bóklega prófið er tekið á spjaldtölvur. Prófið samanstendur af 50 fullyrðingum sem svara á rétt eða rangt. Spurt er um efni sem þú hefur lært í ökuskólanum. Flokkana og dæmi um spurningar má finna neðar á síðunni.
Niðurstöður úr prófinu færðu strax við próflok. Svara þarf 45 fullyrðingum rétt til að standast prófið.
Ef þú fellur í prófinu getur þú tekið það aftur að viku liðinni. Sama gjald er greitt fyrir hvert próf sem tekið er.
Lespróf
Upplestur er í boði fyrir öll bókleg próf. Upplestur er í formi vefþulu sem smellt er á í prófinu.
Túlkapróf
ÖR-próf eru til á eftirfarandi tungumálum:
íslensku
arabísku
ensku
pólsku
Ef próftaki talar ekkert af þeim tungumálum sem þýdd eru, getur sá komið með túlk í prófið.
Mikilvægt er að túlkur sé löggildur eða með samþykki frá Samgöngustofu.
Sjá reglur um samþykki túlka.
Próftaki ber sjálfur kostnað af túlkun.
Eingöngu er túlkað af íslensku yfir á viðkomandi mál.
Prófreglur
Mikilvægt er að kynna sér prófreglur Samgöngustofu og Frumherja