Aukin ökuréttindi
Meirapróf

Við bjóðum upp á allar helstu námsleiðir til aukinna ökuréttinda, þar sem markmiðið er ekki aðeins að ljúka prófi heldur að öðlast færni sem nýtist í atvinnuakstri. Hvort sem þú ætlar að keyra leigubíl, vörubíl eða hópbifreið, með eða án eftirvagns, færð þú þjálfun sem byggir á raunverulegum aðstæðum og skýrum markmiðum. Námið miðar að því að þú skiljir hlutverkið sem ábyrgur ökumaður og getir tileinkað þér öruggan og faglegan akstursstíl sem stenst bæði próf og daglegt líf í umferðinni.

Námið skiptist í grunnnám,
framhaldsnám og verklegt nám.

Sækja má um og hefja nám fyrir aukin ökuréttindi 6 mánuðum áður en lágmarksaldri er náð, réttindin taka gildi þegar lágmarksaldri er náð. Sjá nánar hér

Ljúka þarf bóklegum þáttum áður en verkleg kennsla hefst. Öll taka grunnnám, óháð réttindaflokkum. Misjafnt er eftir ökuréttindaflokkum hvaða námsþættir eru teknir.

Grunnnám skiptist í eftirfarandi námsþætti:

  • Umferðafræði – 12 tímar
  • Umferðasálfræði – 12 tímar
  • Skyndihjálp – 16 tímar
  • Bíltækni – 12 tímar

Framhaldsnám skiptist í eftirfarandi námsþætti:

  • Stór ökutæki – 32 tímar
  • Ferða og farþegafræði – 16 tímar

Námskrá til aukinna aukinna ökuréttinda má kynna sér betur hér

Scroll to Top